PoP-UP Lifandi handverk í Ráðhúsi Reykjavíkur!
01. nóvember, 2024
Á sýningunni Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur, sem fer fram dagana 7-11 nóvember munu tveir listamenn sýna lifandi handverk sitt. Þessir sérstöku pop-up viðburðir munu fara fram laugardaginn 9. nóv og sunnudaginn 10. nóv. Á viðburðunum munu listamenn vera að vinna að sínu handverki og hönnun og sýna gestum sýningarinnar sérhæft handbragð og verklag sitt.