01. september, 2021
Farandsýningin HVÍTUR 40 ára afmælissýning Leirlistafélags Íslands verður opnuð í Akranesvita laugardaginn 4. september.
01. september, 2021
Handverkshúsið Dalvegi, Kópavogi býður upp á fjölbreytt námskeið á haustönn 2021.
30. ágúst, 2021
Nú er að hefjast nám í sjálfbærni og sköpun í Hallormsstaðaskóla. Námið byggir á sterkum grunni en í 90 ár hefur kennsla við skólann einkennst af áherslu á nýtingarmöguleika og sjálfbærni.
27. ágúst, 2021
TENGINGAR, sýning á verkum Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur stendur til 15. september í Pálshúsi við Strandgötu 4 í Ólafsfirði, Fjallabyggð.
27. ágúst, 2021
Sýning Sigurborgar Stefánsdóttur verður opnuð í Smiðsbúðinni föstudaginn 27. ágúst kl. 16:00
26. ágúst, 2021
Í vor opnaði sýning í Kornhúsinu á Árbæjarsafni um líf og störf Karólínu Guðmundsdóttur, sem rak um árabil vefstofu á Ásvallagötu í Reykjavík. Næstkomandi sunnudagur verður tileinkaður Karólínu og verður skemmtileg dagskrá í boði á Árbæjarsafni frá klukkan 14-16.
24. ágúst, 2021
Dagana 27.-29. ágúst verður opið hús í TextílLabinu að Þverbraut 1 á Blönduósi.
24. ágúst, 2021
Fyrsta vikan í september er jafnan tileinkuð Nordic Craft Week en þá sameina norrænu heimilisiðnaðarfélögin krafta sína og bjóða upp á viðburði og efni tengt handverksarfi Norðurlandanna.
19. ágúst, 2021
Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir leirlistakona hefur flutt vinnustofu sína á Njálsgötu 58a og verður að því tilefni með opið hús 21. ágúst nk. frá klukkan 13.00 til 18.00.
19. ágúst, 2021
Laugardaginn 28. ágúst mun Birgitte Munck opna sína fyrstu einkasýningu á Íslandi en á henni sýnir hún ný verk sem unnin eru hér á landi.