30. október, 2017
POPUP VERZLUN heldur sinn árlega jólamarkað í porti Listasafns Reykjavíkur - Hafnarhúsinu, laugardaginn 9. desember nk.
26. október, 2017
ÍSLENSK PLÖTUUMSLÖG
Sýning í Hönnunarsafninu
Útlit og þróun plötuumslaga hefur þróast með tíðaranda og tækni frá því um miðbik síðustu aldar. Á sýningunni gefur að líta rúmlega 120 dæmi sem leiða okkur í gegnum þessa þróun.
25. október, 2017
Opið hús í öllum húsum Listaháskóla Íslands 10. nóv. kl. 13-16.
20. október, 2017
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Jólaþorp Hafnarfjarðar 2017. Sem fyrr vill Jólaþorpið fá til liðs við sig einstaklinga, samtök og fyrirtæki sem hafa til sölu gæðavöru á góðu verði og fjölbreytt úrval varnings með loforði um líf og jólafjör á á sölubásnum.
19. október, 2017
Grunnnámskeið í textílþrykki með Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur.
12. október, 2017
Vefnaður af ýmsu tagi nýtur vinsælda um þessar mundir. Í myndvefnaði er uppistaðan strekt á blindramma en í spjaldvefnaði er notast við sérstök pappaspjöld við vefnaðinn. Námskeið í þessum tegundum vefnaðar hefjast á næstunni í Heimilisiðnaðarskólanum.
11. október, 2017
Byggðastofnun, í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, hefur hleypt af stokkunum nýjum lánaflokki.
11. október, 2017
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í haustúthlutun 2017. Umsóknafrestur er til 12 að hádegi 1. nóvember.