25. nóvember, 2021
Á laugardaginn kynnir Gréta María Árnadóttir gullsmiður i Stykkishólmi nýja skartgripalínu sem kallast Fjara.
25. nóvember, 2021
Hélène Magnússon var að gefa út nýja prjónabók, Sokkar frá Íslandi. Áður hefur Hélène gefið út bækurnar Rósaleppaprjón í nýju ljósi (sem fékk Fjöruverðlaunin 2007) og Íslenskt prjón. Sokkar frá Íslandi er fyrsta prjónabókin sem Hélène gefur út sjálf (Prjónakerling ehf.) en hún kemur líka út á ensku og frönsku.
25. nóvember, 2021
Verið hjartanlega velkomin á jólasýningu Kristínar Gunnlaugsdóttur myndlistarkonu og Margrétar Jónsdóttur leirlistakonu fyrstu helgina í aðventu.
25. nóvember, 2021
Laugardaginn 27. nóvember verður vinnustofa Ólafar Erlu Bjarnadóttur, Hamraborg 1, opin frá kl 13 -17.
18. nóvember, 2021
Birgitte Munck Ceramics mun opna sinn fyrsta jólamarkað í Reykjavík á Héðinn Kitchen & Bar - Seljavegi 2 - 101 Reykjavík - opið föstudag, laugardag og sunnudag kl. 10-18
15. nóvember, 2021
Aflýsa þarf sýningunni HANDVERK OG HÖNNUN í Ráðhúsi Reykjavíkur sem til stóð að hæfist 18. nóvember.
15. nóvember, 2021
Þórdís Jónsdóttir hefur opnað netsýningu sem stendur út desember.
15. nóvember, 2021
PopUp Verzlun leitar nú að þátttakendum fyrir jólamarkaðinn í Listasafni Reykjavikur Hafnarhúsi sem haldinn verður laugardaginn 11. desember 2021. Opnunartími frá klukkan 11 - 17.
11. nóvember, 2021
Sýningin HANDVERK OG HÖNNUN í Ráðhúsi Reykjavíkur hefst þann 18. nóvember.
11. nóvember, 2021
Spennandi POP UP MARKAÐUR verður haldinn af íslensku hönnunarmerkjunum ANNA THORUNN & IHANNA HOME, laugardaginn 13. nóv. milli kl. 11 og 16.