22. apríl, 2024
Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir
Með samstarfi við fjölda íslenskra fyrirtækja og handverksfólks sýnir HN GALLERY fjölbreytt úrval af framúrskarandi hönnunarvörum þar sem lagt er áherslu á gæði, nýsköpun og gæða handverk. Okkar aðal markmið er að efla og stuðla að þróun íslenskrar hönnunar og koma henni áfram á nýjan og spennandi hátt.
HN GALLERY tekur þátt í fyrsta skipti á Hönnunarmars 2024 með sýningunni SKÁL í samstarfi við HANDVERK OG HÖNNUN í glæsilegum sýningarsal þeirra á Eiðistorgi 15.
Sýningin opnar 24.04.24 kl 18-20
16. apríl, 2024
Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir
Síðasta dag sýningarinnar VIÐUR Á VIKU í sýningarsal Handverk og hönnun Eiðistorgi mun Andri Snær Þorvaldsson leiða okkur í ferðalag um sýninguna og segja sögu valinna verka. Leiðsögnin hefst kl 17. Verið hjartanlega velkomin.
05. apríl, 2024
Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir
52 vikur, 52 rennd verkefni, 52 viðartegundir. Andri Snær Þorvaldsson trérennismiður býður til einstakrar sýningar í Handverk og hönnun á Eiðistorgi 15. Hér ber að sjá renndan við úr 52 mismunandi viðartegundum sem fengnar eru um allan heim. Verkefnið er nokkurs konar tilraunaverkefni þar sem listamaðurinn gefur innsýn í upplifun sína þegar mismunandi viður er verkaður. Upplifðu áferðina, ilminn, hönnunina og handverkið.
Sýningin stendur frá 04.04.24-17.04.24
Opnunartímar eru mismunandi en þeir eru...