Fréttir

Safnahúsið við Hverfisgötu

Í Safnahúsinu má upplifa jólaanda liðinna tíma, því fyrir jólin eru þar til sýnis skreytt jólatré. Þau elstu eru frá því snemma á 20. öld en þau yngstu frá því um 1970.

RÓ teboð í Húsi handanna

Verið velkomin í Hús handanna, Egilsstöðum á laugardaginn. Kynning á RÓ ullardýnu, legubekk og púðum.

Jólamarkaður í Kaupmannahöfn

Danske Kunsthåndværkere & Designere halda flottan jólamarkað tvær fyrstu helgarnar í desember. Á markaðinum má finna fjölbreyttan listiðnað, handverk og hönnun. Jólamarkaðurinn er haldinn í upphituðum tjöldum í Grønnegården fyrir framan í Design Museum í Kaupmannahöfn

Opið hús í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík

Laugardaginn 10.des. er opið hús í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík frá kl.13:30-17.

POPUP VERZLUN heldur sinn árlega jólamarkað

POPUP VERZLUN heldur sinn árlega JÓLAMARKAÐ í porti Listasafns Reykjavíkur - Hafnarhúsinu, laugardaginn 10 desember.

Jólamarkaður Norræna hússins

Jólamarkaður Norræna hússins 11. desember kl. 14 17.

Norske Kunsthåndverkere veitir námsstyrk

Norske Kunsthåndverkere kynnir árlegan námsstyrk að upphæð 50.000, - norskar krónur sem veittur er vegna skrifa á fræðilegri meistara- eða doktorsritgerð um efni sem tengist handverki.

Ígrundað handahóf

Á sýningunni Ígrundað í Hverfisgalleríi handahóf sýnir Hildur Bjarnadóttir sex ný verk sem unnin voru eftir að vinnu við sýningu hennar Vistkerfi lita lauk.

Skömmin er svo lík mér

Skömmin er svo lík mér myndlistarsýning með verkum Ingibjargar Huldar Halldórsdóttur stendur yfir í Gerðubergi. Sýningin inniheldur stór olíuverk, minni krosssaumsverk, silkiþrykksmyndir og teikningar.

Jólagleði Hönnunarmiðstöðvar Íslands

Hönnunarmiðstöð blæs til jólagleði fimmtudaginn 1. desember kl. 17-20 þar sem opnaður verður fyrsti „glugginn“ í stórglæsilegu tveggja metra háu jóladagatali miðstöðvarinnar (líklega því stærsta á Íslandi).