22. janúar, 2021
FG
Á hverju ári eru Hönnunarverðlaun Íslands veitt fyrir þau verk sem þykja framúrskarandi á sviði hönnunar og arkitektúrs.
20. janúar, 2021
FG
Fimmtudaginn 4. febrúar kl. 20 stendur Heimilisiðnaðarfélag Íslands fyrir samprjóni á skotthúfu frú Auðar í streymi á netinu.
20. janúar, 2021
FG
Fjölmörg námskeið framundan hjá Heimilisiðnaðarfélagi Íslands hafa verið dagsett.
19. janúar, 2021
FG
Ýr Jóhannsdóttir textílhönnuður er að koma sér fyrir á Hönnunarsafni Íslands en þar verður hún með vinnustofudvöl fram að HönnunarMars sem verður í maí. Ýr hannar undir merkinu Ýrúrarí, hún hefur undanfarið unnið í samstarfi við Rauða kross Íslands.
19. janúar, 2021
FG
Frá byrjun febrúar til aprílloka býður Textílmiðstöðin upp á sérstakt vetrarverð fyrir lista-og handverksfólk sem og hönnuði sem vinna að textíltengdum verkefnum og fræðafólki sem vinnur að rannsóknum sem tengjast textíl.
14. janúar, 2021
FG
Homo Faber Guide er netmiðill tileinkaður evrópsku handverki. Þar er hægt að skoða handverksmenn og verk þeirra, finna söfn, gallerí og verslanir sem selja einstaka hluti í borgum um alla Evrópu.
08. janúar, 2021
FG
Samkeppni sem opin er öllum listamönnum sem starfa á sviði nytjalistar og handverks og eru búsettir í Evrópu.
07. janúar, 2021
FG
Handverksskólinn í Handverkshúsinu Dalvegi, Kópavogi býður upp á námskeið á vorönn 2021.
07. janúar, 2021
FG
Opið er fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð en um almenna- og ferðastyrki er að ræða. Umsóknarfrestur er til 4. febrúar og fer úthlutun fram þann 4. mars.
06. janúar, 2021
FG
Skúmaskot er hönnunar og listagallerí á Skólavörðustíg 21a, sem er rekið í sameiningu af 7 listakonum og hönnuðum. Fjölbreytnin ræður ríkjum og nú er hægt að bæta við nýju fólki.