Fréttir

MENNINGARNÓTT 2019

Menningarnótt, afmælishátíð Reykjavíkurborgar verður haldin laugardaginn 24. ágúst 2019.

Eitthvað að bíta í

Dagný Guðmundsdóttir segir frá listaverki sínu Eitthvað að bíta í sem er frá árinu 2018 og er staðsett á opnu svæði milli Safamýrar og Háaleitisbrautar. Sunnudaginn 18. ágúst kl. 15.

"Svona myndi ég ekki gera" - Ýrúrarí sýnir

Sýningin “Svona myndi ég ekki gera” eftir Ýrúrarí stendur yfir í Gallery Port til 20. ágúst.

Haustnámskeið Myndlistaskólans í Reykjavík

Skráning á haustnámskeið Myndlistaskólans í Reykjavík er hafin

FYRIRLESTRAR og SMÁSTUNDAMARKAÐUR

Regína Bjarnadóttir segir frá tildrögum og mótun verkefnisins Sweet Salone. Guðbjörg Káradóttir flytur fyrirlestur undir yfirskriftinni LISTIN AÐ FERÐAST OG LEIRA Í LEIÐINNI.

Skynjun - Má snerta

Gerður Guðmundsdóttur hefur opnað einkasýninguna "Skynjun - Má snerta" í Listasal Mosfellsbæjar.

Járngerðarhátíð að Eiríksstöðum

Auk járngerðar verður margt annað í boði fyrir gesti okkar til að uppgötva og prófa, tengt heimi víkinganna. Þar verða til leiðsagnar sérfræðingar á sviði handverks, þjóðfræði, galdra, vopna, fornleifafræði og fleiri sviðum.

Handverkshátíðin 2019

Handverkshátíðin í Eyjafjarðarsveit verður nú um helgina, 8. til 11. ágúst.

Skrúður - sýning í SÍM salnum

Lilý Erla Adamsdóttir sýnir ný verk á sýningu sinni Skrúður í Sím salnum, Hafnarstræti 16.

Listhandverksmarkaður í Kaupmannahöfn um helgina

Hinn árlegi listhandverksmarkaður samtakanna Danske Kunsthåndværkere og Designere sem haldinn er á torginu við Frúarkirkjuna (Frue Plads) í Kaupmannahöfn er haldinn dagana 8. til 10. ágúst.