Fréttir

Kynning á námsframboði í dagskóla hjá Myndlistaskólanum í Reykjavík

Fimmtudaginn 10. nóvember kl.10.00-15.00 verður opið hús í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Opna húsið er sérstaklega ætlað nemendum grunn- og framhaldsskóla sem hafa áhuga á framhaldsnámi í myndlist og hönnun en skólinn býður upp á fjölbreytt nám í dagskóla.

Vinnustofa til sölu

Vinnustofa - 51,2 fm iðnaðarhúsnæði til sölu

Íslenskir rúnaskartgripir á alþjóðlegum markaði

Alrún Nordic Jewelry hefur á undanförnum árum getið sér gott orð á alþjóðlegum markaði en fyrirtækið var stofnað árið 1999.

Festum þráðinn – samræður um útsaum spor fyrir spor

Sýningin Festum þráðinn – samræður um útsaum spor fyrir spor, stendur yfir í Minjasafni Austurlands á Egilsstöðum. Sýningin er afrakstur rannsókna norsku listakonunnar Ingrid Larssen á útsaumi kvenna, annars vegar á Austurlandi og hins vegar í Vesterålen í Noregi.

Sigrún Ólöf Einarsdóttir hlaut Skúlaverðlaunin 2016

Sigrún Ólöf Einarsdóttir hlaut Skúlaverðlaunin 2016 á sýningunni Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Sigrún Ólöf Einarsdóttir hlaut Skúlaverðlaunin 2016

Sigrún Ólöf Einarsdóttir hlaut Skúlaverðlaunin 2016 fyrir lampaseríuna „Ljóma“. Skúlaverðlaunin eru styrkt af Samtökum iðnaðarins.

Langur fimmtudagur úti á Granda

Næsta fimmtudag, þann 3. nóvember, ætla nokkur skapandi og skemmtileg fyrirtæki sem öll eru staðsett á Grandanum að lengja opnunartíma sinn og bjóða fólk velkomið í heimsókn. Ýmis tilboð verða í gangi og hugguleg stemning. Tilvalið tækifæri til að klára jólagjafainnkaupin snemma í ár!

Samtvinnað

Laugardaginn 29 okt.kl. 15.00 verður sýning Textílfélagsins SAMTVINNAÐ opnuð í Anarkíu, Kópavogi

Opið alla helgina á verkstæði Himneskra herskara

Opið er á verkstæði Himneskra herskara Tjarnargötu 10 (við hliðina á Ráðhúsinu) alla Ráðhúshelgina, frá fimmtudegi til mánudags frá 10-19. Allir velkomnir!

Sjónabókin loks aftur fáanleg

Heimilisiðnaðarfélag Íslands hefur nú endurprentað Íslenska sjónabók sem lengi hefur verið uppseld. Í bókinni má finna íslensk munstur frá 17., 18. og 19. öld sem notuð voru í hannyrðum eins og útsaumi og vefnaði.