09. nóvember, 2016
FG
Fimmtudaginn 10. nóvember kl.10.00-15.00 verður opið hús í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Opna húsið er sérstaklega ætlað nemendum grunn- og framhaldsskóla sem hafa áhuga á framhaldsnámi í myndlist og hönnun en skólinn býður upp á fjölbreytt nám í dagskóla.
09. nóvember, 2016
FG
Vinnustofa - 51,2 fm iðnaðarhúsnæði til sölu
09. nóvember, 2016
FG
Alrún Nordic Jewelry hefur á undanförnum árum getið sér gott orð á alþjóðlegum markaði en fyrirtækið var stofnað árið 1999.
08. nóvember, 2016
FG
Sýningin Festum þráðinn – samræður um útsaum spor fyrir spor, stendur yfir í Minjasafni Austurlands á Egilsstöðum. Sýningin er afrakstur rannsókna norsku listakonunnar Ingrid Larssen á útsaumi kvenna, annars vegar á Austurlandi og hins vegar í Vesterålen í Noregi.
04. nóvember, 2016
FG
Sigrún Ólöf Einarsdóttir hlaut Skúlaverðlaunin 2016 á sýningunni Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur.
03. nóvember, 2016
Sigrún Ólöf Einarsdóttir hlaut Skúlaverðlaunin 2016 fyrir lampaseríuna „Ljóma“. Skúlaverðlaunin eru styrkt af Samtökum iðnaðarins.
02. nóvember, 2016
FG
Næsta fimmtudag, þann 3. nóvember, ætla nokkur skapandi og skemmtileg fyrirtæki sem öll eru staðsett á Grandanum að lengja opnunartíma sinn og bjóða fólk velkomið í heimsókn. Ýmis tilboð verða í gangi og hugguleg stemning. Tilvalið tækifæri til að klára jólagjafainnkaupin snemma í ár!
02. nóvember, 2016
FG
Laugardaginn 29 okt.kl. 15.00 verður sýning Textílfélagsins SAMTVINNAÐ opnuð í Anarkíu, Kópavogi
01. nóvember, 2016
FG
Opið er á verkstæði Himneskra herskara Tjarnargötu 10 (við hliðina á Ráðhúsinu) alla Ráðhúshelgina, frá fimmtudegi til mánudags frá 10-19. Allir velkomnir!
27. október, 2016
FG
Heimilisiðnaðarfélag Íslands hefur nú endurprentað Íslenska sjónabók sem lengi hefur verið uppseld. Í bókinni má finna íslensk munstur frá 17., 18. og 19. öld sem notuð voru í hannyrðum eins og útsaumi og vefnaði.