Fréttir

SKÁL! HN gallery sýnir í sýningarsal Handverk og hönnun á HÖNNUNARMARS

Með samstarfi við fjölda íslenskra fyrirtækja og handverksfólks sýnir HN GALLERY fjölbreytt úrval af framúrskarandi hönnunarvörum þar sem lagt er áherslu á gæði, nýsköpun og gæða handverk. Okkar aðal markmið er að efla og stuðla að þróun íslenskrar hönnunar og koma henni áfram á nýjan og spennandi hátt. HN GALLERY tekur þátt í fyrsta skipti á Hönnunarmars 2024 með sýningunni SKÁL í samstarfi við HANDVERK OG HÖNNUN í glæsilegum sýningarsal þeirra á Eiðistorgi 15. Sýningin opnar 24.04.24 kl 18-20

VIÐUR Á VIKU - Sýningarlok 17. apríl - Leiðsögn listamanns

Síðasta dag sýningarinnar VIÐUR Á VIKU í sýningarsal Handverk og hönnun Eiðistorgi mun Andri Snær Þorvaldsson leiða okkur í ferðalag um sýninguna og segja sögu valinna verka. Leiðsögnin hefst kl 17. Verið hjartanlega velkomin.

VIÐUR Á VIKU í sýningarrými Handverk og hönnun á Eiðistorgi 15

52 vikur, 52 rennd verkefni, 52 viðartegundir. Andri Snær Þorvaldsson trérennismiður býður til einstakrar sýningar í Handverk og hönnun á Eiðistorgi 15. Hér ber að sjá renndan við úr 52 mismunandi viðartegundum sem fengnar eru um allan heim. Verkefnið er nokkurs konar tilraunaverkefni þar sem listamaðurinn gefur innsýn í upplifun sína þegar mismunandi viður er verkaður. Upplifðu áferðina, ilminn, hönnunina og handverkið. Sýningin stendur frá 04.04.24-17.04.24 Opnunartímar eru mismunandi en þeir eru...

Opið til samstarfs! Bjarni Viðar opnar nýtt gallerí á Skólavörðustíg

Bjarni Viðar var að opna nýtt gallerí á Skólavörðustíg 41 og bíður áhugasömum á viðburð! ,, Ég var að opna galleryið mitt í síðustu viku og erum við að leita að aðilum með okkur í galleryið. Ég ætla að bjóða áhugsaömum í galleríið á laugardaginn 24. febrúar kl 14 - 16 í léttar veitingar og spjall um reksturinn og slíkt. Gefa fólki tækifæri á að koma og skoða " Við hvetjum áhugasama til að mæta !

Gestahönnuðar-pláss í Skúmaskoti

Leitum eftir gestahönnuði/listamanni! Við ætlum að leigja þetta pláss á meðfylgjandi mynd mánuðina maí -sept. Einn mánuð í senn fyrir gestahönnuð. Ef þú hefur áhuga og vilt frekari upplýsingar sendu fyrirspurn á skumaskot23@gmail.com

Hver eru helstu markaðsráð fyrir handverkslistamenn?

Framkvæmdastjóri Handverk og Hönnun skellti sér í smá spjall við GerviGreindina ChatGTP. Þetta hafði sú alvitra að segja:

Verslum íslenskt !

Hönnunarmiðstöð gaf út fyrir jólinn lista af öllum verslunum landsins sem selja íslenska hönnun og handverk. Listann er að finna hér og hvetjum við alla til að versla íslenskt !

Pistill

Pistill frá nýjum framkvæmdastjóra Handverk og Hönnun. Smellið til að lesa

Opið hús og aðventugleði á Korpúlfsstöðum

Boðið verður til aðventuleði í Fjósinu Korpúlfsstöðum þaðð 5. desember frá kl 17-21. Vinnustofur 205 og 214 verða lagðar undir viðburðinn og gangurinn þar á milli. Þar ber að líta fallega fatalínu frá MATTHILDI í Perú, endurhannaðan og umhverfisvænan fatnað frá ásta creative clothes, nýtt keramik, myndlist, textilverk frá Rögnu Fróða, skartgripi úr fundnu efni eins og rekavið frá Helgu, og fjölbreytt úrval af allskonar. Verið hjartanlega velkomin, fagnið aðventunni með okkur og vandið valið fyrir jólin.

Frjálst flæði og fjölbreytt myndlist - Haustsýning Grósku 2023

Opnunarkvöld fimmtudaginn 9. nóvember kl. 19:30-21 og áfram opið helgarnar 11.-12., 18.-19. og 25.-26. nóvember kl. 13:30-17:30 í Gróskusalnum við Garðatorg 1 í Garðabæ