Fréttir

Handverksnámskeið á vorönn 2021

Skráning er hafin á eftirfarandi námskeið Heimilisiðnaðarskólans á vorönn; prufuvefnaður, refilsaumur, þjóðbúningasaumur, saumur peysufatapeysu og knipl á þjóðbúning.

Hönnunar- og prjónasamkeppni Prjónagleðinnar 2021.

Um þessar mundir er verið að hleypa af stokkunum hinni árlegu hönnunar- og prjónasamkeppni Prjónagleðinnar á Blönduósi, sem haldin verður 11. – 13. júní 2021

Keramikverkstæði Kristbjargar opið eftir samkomulagi

Kristbjörg Guðmundsdóttir leirlistakona bregst við fjöldatakmörkunum og kófi með því að bjóða fólki að hafa samband og finna tíma fyrir heimsókn í stað þess að bjóða á árlegt opið hús á vinnustofu sinni.

Opnar vinnustofur að Seljavegi 32

Opnar vinnustofur að Seljavegi 32, 101 Reykjavík dagana 4.-6. des. og þann 20. des.

Jólamarkaður Bjarna Sigurðssonar 2020

Hinn árlegi jólamarkaður Bjarna Sigurðssonar keramikers hefur verið framlengdur og verður einnig opið dagana 19. og 20. des. að Hrauntungu 20, Hafnarfirði.

Himnesk örsýning á Eiðistorgi

Dagana 14.-18. des. stendur yfir sýning á örfáum munum úr smiðju Himneskra herskara á skrifstofu HANDVERKS OG HÖNNUNAR.

KANILL: jóla-listamessa SÍM

KANILL: jóla-listamessa SÍM á Laugavegi 31, gamla Kirkjuhúsinu opin alla daga kl. 14-20.

Opin vinnustofa - Ísafold

Ísafold - íslensk hönnun hefur opnað dyrnar á vinnustofunni sinni í Íshúsinu Hafnarfirði. Opið á fimmtudögum kl. 16-19 og á laugardögum kl. 13-17.

DAYNEW - opin vinnustofa um helgina

Dagný Gylfadóttir keramikhönnuður er með opna vinnustofu sína í Íshúsi Hafnarfjarðar um helgina, opið 13-17 laugardag og sunnudag.

Jólaopnun Kristínar Sigfríðar á Korpúlfsstöðum

Kristín Sigfríður tekur á móti gestum og gangandi á nýju vinnustofunni Korpúlfsstöðum kl. 14-18 virka daga til 11. des.